Ólafur að standa sig vel.

Jæja. Þetta gekk bara vel hjá honum.

Ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir því hve mikill tuddi hann Paxman getur verið.

Forsetinn okkar stóð sig hins vegar alveg ótrúlega vel. Það verður bara að gefa honum það.


mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er hægt að sjá þetta?

Doddi D (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Gott að heyra. Hlakka til að sjá þetta viðtal.

Helga Þórðardóttir, 7.1.2010 kl. 01:01

3 identicon

ég horfði á viðtalið hérna í London. Forsetinn stóð sig mjög vel og ég var stoltur af honum. Paxman kom út eins og fótboltabulla. En forsetinn sem vel menntaður og siðaður herramaður.

Jón Bachman (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:13

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nú er vonandi að Steingrímur J. og Jóhanna snúi við blaðinu og hætti að beina spjótum sínum að Ólafi og snúi sér í þess stað að því að auka skilning á þröngri stöðu landsins.

Sigurjón Þórðarson, 7.1.2010 kl. 01:25

5 identicon

Hvernig líður manni úr Indefence sem hefur stuðlað að því að koma Íslandi í ruslflokk? Þú og aðrir Sjálfsframsóknarmenn hljótið að vera stoltir, allt gert til að ná völdum og skiptir þá engu máli þó þjóðin skaðist fyrir vikið.

Valsól (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:27

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Valsól! matsfyrirtækið sem þú ert að vitna í, er deild sem er sjórnað af Breska fjármálaráðuneytinu. Það er ekki sjálfstætt fyrir fimm aura.

Enda hafa önnur matsfyrirtæki sett ofan í kollega sína fyrir vinnubrögðin...andaðu bara rólega og teldu upp að 10. Þá lagast alltsaman...

Ef það væri ekki fyrir Indefence væri ekki þörf lengur á mati yfirleitt. Við værum í djúpum skít. þú skiluer þetta betur væna mín, þegar þú verður stór. Þetta er mál fyrir fullorðna, svo farðu bara út og leiktu þér...

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 02:19

7 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=ID6sDekCGmY

Elvar Másson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 03:31

8 identicon

Ólafur veit að Íslendingar eru ekki sekir um neitt og hann lætur ekki  tala niður til sín heldur stendur með sjálfum sér og okkur.  Það eigum við öll að gera líka. Kominn tími til að sumir Íslendingar átti sig á og ''sætti sig við'' að við eigum ekki skilið það sem leiða átti yfir þjóðina.  Við eigum ekki - ætlum ekki að taka því.  Ég er Ólafi mikið þakklát.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 12:10

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Elíasson

Höfundur

Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson

Ég er píanóleikari og tónlistarkennari. Ég lærði klassískan píanóleik, fyrst í París og síðar í London við Royal Academy of Music. Ég hef einnig lokið MBA námi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands. Undanfarna mánuði hef ég starfað með InDefence hópnum sem hefur m.a. haft það að markmiði að verja hagsmuni Íslendinga m.a. með því að stuðla að málefnalegri umræðu um Icesave samningana. Hópurinn starfar á ópólitískum forsendum

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband