Hvernig mun RÚV fjalla um þessa skýrslu? Verður gerð önnur árás á Ögmund?

Nú verður spennandi að fylgjast með hvernig RÚV mun fjalla um þetta álit bresku lögmannsstofunnar Miscon de Reya.

 

Það er annars orðið töluvert áhyggjuefni hve mikil pólitísk slagsíða er komin í fréttaflutning RÚV þegar rætt er um Icesave málið. Þessu er ekki lengur hægt að líta fram hjá. Síðusta augljósa dæmið er árásin á Ögmund í Kastljósinu sem var í stíl gulu pressunar í Bretlandi. Fréttin var engan veginn rökstudd og óheiðarlega fram sett í alla staði. Ekki er hægt að álykta annað en að á bak við þá frétt  hafi verið ásetningur um að sverta mannorð þingmanns sem hefur reynst ríkisstjórninni óþægilegur. Þingmanns sem þó er okkar fyrsti alþingismaður sem hefur sagt af sér ráðherradómi vegna sannfæringar sinnar.

Sannfæringar sem var þvert á vilja starfandi ríkisstjórnar.


mbl.is Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Ögmundur hefur reynzt ólíkt betur en flestir samflokksmenn hans!

Þar að auki var hann allan sinn tíma sem ráðherra einungis á þingmannslaunum.

PS. Er ekki Rúvið rúið mestöllum trúverðugleik í Icesave-málinu?

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er alveg rétt - hef sjálfur verið gáttaður á hegðun Rúv, alla tíð síðan reyndar, að stjórnarskipti urðu og hin svokallaða félagshyggjustjórn tók við.

Nánast eins og RÚV sé orðið flokksmálgagn annars stjórnarflokksins.

Mér hefur ósjaldan, síðan lætin hófus í október 2008 reyndar fundist gagnlegra, að skoða erlenda fréttamiðla, þ.e. umfjöllun þeirra um Ísland. 

T.d. skil ég alls ekki, af hverju ekki var mikið fjallað um þessa frétt; sjá umfjöllun mína:

Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Elíasson

Höfundur

Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson

Ég er píanóleikari og tónlistarkennari. Ég lærði klassískan píanóleik, fyrst í París og síðar í London við Royal Academy of Music. Ég hef einnig lokið MBA námi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands. Undanfarna mánuði hef ég starfað með InDefence hópnum sem hefur m.a. haft það að markmiði að verja hagsmuni Íslendinga m.a. með því að stuðla að málefnalegri umræðu um Icesave samningana. Hópurinn starfar á ópólitískum forsendum

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband