7.1.2010 | 00:43
Ólafur að standa sig vel.
Jæja. Þetta gekk bara vel hjá honum.
Ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir því hve mikill tuddi hann Paxman getur verið.
Forsetinn okkar stóð sig hins vegar alveg ótrúlega vel. Það verður bara að gefa honum það.
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.1.2010 | 00:39
Steingrímur var bara reglulega góður á Channel 4
Það verður að segjast að Steingrímur stóð sig bara reglulega vel í þessu viðtali. Hann sagði allt sem skipti máli og náði að leiðrétta mikinn misskilning á stuttum tíma.
Við í InDefence erum reyndar búnir að bíða nokkuð óþolinmóðir eftir því að stjórnvöld jafni sig á neitun Forsetans og fari að gera eitthvert gagn í erlendum fjölmiðlum.
Við vorum ekki ánægðir með það í gær, að á meðan við vorum sjálfir í viðtölum við helstu fölmiðla heims. (BBC World sjónvarp og útvarp, CNN og ótal fleiri), að halda á lofti málstað okkar. þá virtust stjórnvöld vera upptekin við það verkefni að hræða líftóruna úr almenningi. Það voru mörg fjölmiðlatækifæri sem glötuðust í upphlaupinu í gær.
En þetta viðtal var vel gert hjá Steingrími.
Óskýrt evrópskt regluverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2010 | 17:33
Forsetinn virkjar lýðræðið. Fylkjum okkur á bak við hann.
Sundrungin í þjóðfélaginu hefur því miður orðið til þess að okkur Íslendingum hefur ekki tekist að sameinast um neina víglínu gagnvart kröfum Breta og Hollendinga. Þess vegna þurfum við nú að geta reitt okkur á forseta þjóðarinnar. Hann er sá eini sem getur hafið þetta mál upp úr skotgröfum pólitíkurinnar og þjappað þjóðinni saman til að verja hagsmuni sína. Þetta getur hann gert með því að bera Icesavemálið undir þjóðina. Flestir Íslendingar telja nú að draga eigi víglínuna um fyrirvara Alþingis sem settir voru á Icesave-ríkisábyrgðina í sumar.
Með Icesave lögunum í sumar sagði þjóðin við alþjóðasamfélagið að Íslenskur almenningur ætlar sér að ábyrgjast innistæðutryggingar vegna Icesave þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að lagaleg skylda stæði til þess og að Bretar og Hollendingar meinuðu þjóðinni að fara með málið fyrir dómstóla. Þjóðin setti einungis þá sjálfsögðu fyrirvara á ábyrgðina að hún mætti ekki verða til þess að efnahagur landsins hryndi.
þessa fyrirvara gátu Bretar og Hollendingar ekki sætt sig við og það var látið eftir þeim vegna hótana að veikja þá svo að þeir urðu að engu.
Það er enginn reisn fyrir þjóðina að lyppast svona niður gagnrýnislaust gagnvart ofbeldinu sem þessar þjóðir sýndu þjóðinni. Íslendingar kæra sig ekki um slíkt og það skilur forsetinn okkar vel.
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og trúa því að forsetinn muni ná að þjappa þjóðinni saman í þessu máli með því að synja lögunum og láta þjóðina hafa síðasta orðið. Hann mun standa fastur í fæturnar og verja hagsmuni þjóðarinnar.
Blaðamannafundur í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.1.2010 | 07:33
Forsetinn virkjar lýðræðið. Fylkjum okkur á bak við hann.
Sundrungin í þjóðfélaginu hefur því miður orðið til þess að okkur Íslendingum hefur ekki tekist að sameinast um neina víglínu gagnvart kröfum Breta og Hollendinga. Þess vegna þurfum við nú að geta reitt okkur á forseta þjóðarinnar. Hann er sá eini sem getur hafið þetta mál upp úr skotgröfum pólitíkurinnar og þjappað þjóðinni saman til að verja hagsmuni sína. Þetta getur hann gert með því að bera Icesavemálið undir þjóðina. Flestir Íslendingar telja nú að draga eigi víglínuna um fyrirvara Alþingis sem settir voru á Icesave-ríkisábyrgðina í sumar.
Með Icesave lögunum í sumar sagði þjóðin við alþjóðasamfélagið að Íslenskur almenningur ætlar sér að ábyrgjast innistæðutryggingar vegna Icesave þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að lagaleg skylda stæði til þess og að Bretar og Hollendingar meinuðu þjóðinni að fara með málið fyrir dómstóla. Þjóðin setti einungis þá sjálfsögðu fyrirvara á ábyrgðina að hún mætti ekki verða til þess að efnahagur landsins hryndi.
þessa fyrirvara gátu Bretar og Hollendingar ekki sætt sig við og það var látið eftir þeim vegna hótana að veikja þá svo að þeir urðu að engu.
Það er enginn reisn fyrir þjóðina að lyppast svona niður gagnrýnislaust gagnvart ofbeldinu sem þessar þjóðir sýndu þjóðinni. Íslendingar kæra sig ekki um slíkt og það skilur forsetinn okkar vel.
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og trúa því að forsetinn muni ná að þjappa þjóðinni saman í þessu máli með því að synja lögunum og láta þjóðina hafa síðasta orðið. Hann mun standa fastur í fæturnar og verja hagsmuni þjóðarinnar.
Ekki mikið tilefni til biðleiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2010 | 19:45
Varðandi greiðslur fyrir blysin á Bessastöðum.
Þetta er pínulítið vandræðalegt en við í InDefence vorum með blys til sölu á Bessastöðum í dag. Í stað þess að taka einungis við peningum afhentum við miða með reikningsnúmeri mínu til að greiða fyrir blysin.
Nú hefur komið í ljós að prentvilla var á miðanum sem fylgdi blysunum og kennitala mín sem fylgir reikningnum rangt skráð.
Þar sem ég lagði sjálfur út fyrir stórum hluta blysanna vona ég að einhverjir sem fengu blys hjá okkur sjái þessa færslu en hér er rétt reikningsnúmer
Ólafur Elíasson
Banki: 528-14-600330
Kt. 1008675839
Fundi lokið á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 15:17
Leiðrétting frá InDefence
4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.12.2009 | 17:26
Hvernig mun RÚV fjalla um þessa skýrslu? Verður gerð önnur árás á Ögmund?
Nú verður spennandi að fylgjast með hvernig RÚV mun fjalla um þetta álit bresku lögmannsstofunnar Miscon de Reya.
Það er annars orðið töluvert áhyggjuefni hve mikil pólitísk slagsíða er komin í fréttaflutning RÚV þegar rætt er um Icesave málið. Þessu er ekki lengur hægt að líta fram hjá. Síðusta augljósa dæmið er árásin á Ögmund í Kastljósinu sem var í stíl gulu pressunar í Bretlandi. Fréttin var engan veginn rökstudd og óheiðarlega fram sett í alla staði. Ekki er hægt að álykta annað en að á bak við þá frétt hafi verið ásetningur um að sverta mannorð þingmanns sem hefur reynst ríkisstjórninni óþægilegur. Þingmanns sem þó er okkar fyrsti alþingismaður sem hefur sagt af sér ráðherradómi vegna sannfæringar sinnar.
Sannfæringar sem var þvert á vilja starfandi ríkisstjórnar.
Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2009 | 16:56
Hvernig mun RÚV fjalla um þessa skýrslu? Verður gerð önnur árás á Ögmund?
Nú verður spennandi að fylgjast með hvernig RÚV mun fjalla um þetta álit bresku lögmannsstofunnar Miscon de Reya.
Það er annars orðið töluvert áhyggjuefni hve mikil pólitísk slagsíða er komin í fréttaflutning RÚV þegar rætt er um Icesave málið. Þessu er ekki lengur hægt að líta fram hjá. Síðusta augljósa dæmið er árásin á Ögmund í Kastljósinu sem var í stíl gulu pressunar í Bretlandi. Fréttin var engan veginn rökstudd og óheiðarlega fram sett í alla staði. Ekki er hægt að álykta annað en að á bak við þá frétt hafi verið ásetningur um að sverta mannorð þingmanns sem hefur reynst ríkisstjórninni óþægilegur. Þingmanns sem þó er okkar fyrsti alþingismaður sem hefur sagt af sér ráðherradómi vegna sannfæringar sinnar.
Sannfæringar sem var þvert á vilja starfandi ríkisstjórnar.
Samningarnir hættulega óskýrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2009 | 14:40
Ætlum við virkilega að kyngja þessu?
Þetta kemur í kjölfar þess að fjármálaráðherra Hollands er búinn að fá öllum kröfum sínum gagnvart Íslendingum fullnægt og gefur nú grænt ljós á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Er þetta það sem við eigum von á í framtíðinni?
Ágreinismál okkar við aðrar ESB þjóðir verði ekki til lykta leidd fyrir dómstólum heldur noti stórar Evrópuþjóðir alþjóðastofnanir til að kúga okkur til hlýðni við kröfur þeirra.
Höfum við ekkert stolt lengur?
Lán AGS tilbúið í lok október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2009 | 13:22
Erum við orðin algerlega huglaus þjóð?
Ég leyfi mér að ítreka hér grein okkar Ragnars Ólafssonar í MBL fyrir þremur vikum:
Hvers konar þjóð erum við eiginlega?
Um þessar mundir eru margir að ýta undir það sjónarmið að nú verði bara að klára Icesave málið. Þjóðin sé orðin svo þreytt á málinu og kominn tími til að horfa fram á veginn. Þeir sem taka undir þennan málflutning eru þá væntanlega að tala fyrir því að Íslendingar gangi möglunarlaust að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. Kröfum sem þeir fylgja staðfastlega eftir með ofbeldisfullum aðgerðum í garð þjóðar okkar.
Íslendingar hafa gengið að öllum kröfum Breta og Hollendinga.
Fólk ætti frekar að spyrja sig hvernig við misstum sjónar á því að þrátt fyrir fyrirvarana á ríkisábyrgðinni höfum við í raun gengist við illa rökstuddum kröfum andstæðinga okkar að fullu. Þrátt fyrir fyrirvarana þá mun íslenskur almenningur nefnilega greiða tap evrópskra sparifjáreigenda sem lögðu fé sitt inn á hávaxta innlánsreikninga banka í einkaeigu.
Þrátt fyrir fyrirvarana á Icesave skuldabréfinu er algerlega látið hjá líða að gera þá sjálfsögðu kröfu til Breta og Hollendinga að þeir bæti Íslendingum þann skaða sem hlaust af yfirtöku þeirra á eigum íslendinga.
Þrátt fyrir fyrirvarana gera Íslendingar engar kröfur um bætur vegna ummæla Gordon Browns og Alistair Darlings um Íslendinga í alþjóðlegum fjölmiðlum. Ekki verður heldur vart við kröfu um að tillit verði tekið til beitingar hryðjuverkalaga gegn íslenskri þjóð.
Síðast en ekki síst sættum við Íslendingar okkur vel við það að Bretar og Hollendingar beiti fyrir sig Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum til að neyða okkur til þess að gangast við lagalega hæpnum kröfum þeirra.
Það eina sem Íslendingar hafa auðmjúklega beðið Breta og Hollendinga um að gefa eftir er það að fá að greiða þessar kröfur með þeim hætti að efnahagskerfi þjóðarinnar leggist ekki í rúst og að greiðslurnar taki einhverntíma enda. En nei það gengur ekki. Þetta geta Bretar og Hollendingar ekki sætt sig við.
Ábyrg hegðun gagnvart einelti?Þeir sem tala um að Íslendingar eigi nú að sýna ábyrga hegðun í samfélagi þjóðanna, gangvart þessum yfirgangi Breta og Hollendinga, hljóma orðið eins og barn sem verður fyrir einelti en reynir að réttlæta og breiða yfir gerðir kvalara síns.
Við þurfum að geta tekið þátt í samfélagi þjóðanna, segja sumir. Sú afstaða þýðir þá væntanlega að þátttaka í samfélagi þjóðanna feli í sér að ekki megi vísa í lög og reglur og fá úrskurð hlutlausra dómstóla um ágreiningsefni. Í slíku samfélagi eigi almennt að ganga, án mótmæla, að kröfum stærri og voldugra þjóða. Eða alla vega þjóða sem geta og viljafylgja málstað sínum eftir með ofbeldisfullum aðgerðum?
Hver er kjarninn í málflutningi Breta og Hollendinga?Kjarninn í málflutningi mótherja okkar í Icesave deilunni virðist vera sá að íslenskum stjórnvöldum beri að taka á sig allar útistandandi skuldbindingar tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta eða m.ö.o. að til staðar sé ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum. Þetta er alger firra og stenst engan veginn grundvallarreglu Evrópusambandsins um jafnræði á markaði . Ef gengið er út frá því að bankar starfi í skjóli ríkisábyrgðar á innstæðutryggingum leiðir það til þess að bankar stjórra Evrópuþjóða geta boðið upp á margfalt öruggari innstæðutryggingar en bankar minni landa. Slíkt myndi skekkja verulega samkeppni banka á grundvelli uppruna. Í stað þess að horfast í augu við þennan augljósa galla og laga hann, t.d. með því að samtengja innistæðutryggingakerfi Evrópu eða taka sameiginlega á vanda okkar, þá hafa Evrópuþjóðir ákveðið að fórna íslenskum skattgreiðendum. Gera ófarir þeirra að víti öðrum til varnaðar.
Hvernig útskýrum við þetta fyrir börnum okkar?Það undarlegasta við þetta Icesave mál er að ríkisstjórn okkar hefur engan veginn veitt eðlilega mótspyrnu gagnvart þessari aðför að hagsmunum Íslendinga. Þvert á móti virðist hún leggja meiri áherslu á að flytja málstað mótherja okkar heldur en málstað íslensks almennings.
Það að halda uppi málsvörn þjóðarinnar hefur nánast eingöngu hvílt á ólaunuðum áhugamönnum um þjóðarhag. Hvernig eigum við eiginlega að við útskýra þennan aumingjahátt stjórnvalda fyrir börnum okkar í framtíðinni? Við bara spyrjum? Að hver fjölskylda eigi að greiða Bretum og Hollendingum 600.000 krónur á hverju ári í átta ár (2016 til 2024) í erlendum gjaldeyri, einungis vegna þess að við höfðum ekki dug né kjark í okkur til að standa í fæturna gegn kúgun breskra og hollenskra stjórnvalda. Erum við Íslendingar nú í byrjun 21. aldar virkilega orðnir svo illa farnir af góðæri síðustu ára að við höfum ekki lengur nennu eða getu til að verja hagsmuni og fullveldi þjóðar okkar gagnvart kröfum sem byggja hvorki á traustum lagalegum né siðferðislegum grunni?
Erum við orðin algerlega huglaus þjóð?
Ólafur Elíasson, tónlistarmaður.
Ragnar F. Ólafsson, félagssálfræðingur.
Lagalegir fyrirvarar halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.10.2009 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ólafur Elíasson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar